Danir unnu Frakka og tóku bronsið

Danir fagna þriðja sætinu í dag.
Danir fagna þriðja sætinu í dag. AFP

Danir enda í þriðja sæti á EM karla í handbolta eftir 35:32-sigur á Frökkum í framlengdum bronsleik mótsins í Búdapest í dag.

Eftir jafnar upphafsmínútur skoruðu Frakkar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5:5 í 9:5. Danir svöruðu of jöfnuðu í 13:13 en Frakkar skoruðu síðasta markið í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 14:13.

Danir byrjuðu betur í seinni hálfleik og komust í 21:18 en Frakkar svöruðu og var staðan 23:22 fyrir Frakklandi þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Það sem eftir lifið venjulegs leiktíma skiptust liðin á að skora og var staðan 29:29 þegar lokaflautið gall og því varð að framlengja.

Danska liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin í framlengingunni og vann að lokum þriggja marka sigur. Er þetta í fjórða skiptið sem Danir enda í þriðja sæti á EM en liðið hefur einu sinni náð í silfur og í tvígang orðið Evrópumeistari.

Jacob Holm skoraði 10 mörk fyrir Dani og Niclas Kirkelökke gerði fimm. Niklas Landin varði 19 skot í markinu. Kentin Mahé skoraði átta mörk fyrir Frakkland og Hugo Descat sjö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert