Viktor Gísli í úrvalsliði EM

Viktor Gísli Hallgrímsson átti sitt besta stórmót í Ungverjalandi.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti sitt besta stórmót í Ungverjalandi. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Handknattleikssamband Evrópu birti í dag níu manna úrvalslið Evrópumóts karla en stuðningsmenn kusu leikmenn sem tilnefndir voru af mótshöldurum. 

Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er fulltrúi Íslands í liðinu en hann átti nokkra afar góða leiki á mótinu. Hápunkturinn kom gegn Frökkum í milliriðli þar sem hann átti stórleik í óvæntum 29:21-sigri.

Svíinn Jim Gottfridsson var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins en hann hefur farið á kostum með Svíum sem mæta Spánverjum í úrslitaleik í dag.

Ómar Ingi Magnússon er ekki í liðinu, þrátt fyrir að flest bendi til þess að hann verði markakóngur mótsins. Þess í stað eru dönsku skytturnar Mikkel Hansen og Mathias Gidsel.

Níu mann úrvalsliðið samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:

Vinstra horn: Milos Vujovic, Svartfjallaland
Lína: Johannes Golla, Þýskaland
Hægra horn: Aleix Gómez, Spánn
Vinstri skytta: Mikkel Hansen, Danmörk
Miðja: Luc Steins, Holland
Hægri skytta: Mithias Gidsel, Danmörk
Mikilvægasti leikmaðurinn: Jim Gottfridsson, Svíþjóð
Besti varnarmaðurinn: Oscar Bergendahl, Svíþjóð
Markvörður: Viktor Gísli Hallgrímsson, Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert