Aron: Þetta fór mikið í taugarnar á mér

Aron Pálmarsson í baráttunni gegn Þjóðverjum í gær.
Aron Pálmarsson í baráttunni gegn Þjóðverjum í gær. AFP/Ina Fassbender

„Ég skal alveg viðurkenna það að þetta fór mikið í taugarnar á mér, eftir að hafa séð atvikið aftur í gærkvöldi,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við mbl.is á liðshóteli íslenska liðsins í Köln í Þýskalandi í dag.

Íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Þýskalandi í gær, 26:24, í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 í Lanxess-höllinni í Köln en lokasókn Þjóðverja, í stöðunni 25:24, var mjög umdeild.

Lokasóknin skrítin

„Mér fannst lokasóknin þeirra mjög skrítin, þeir sækja ekkert á markið, en samt erum við að bjóða þeim upp í dansinn og að sækja á okkur,“ sagði Aron.

„Þetta var klárlega tvígrip á Knorr og svo fannst mér þetta líka skref. Auðvitað var það mjög svekkjandi þar sem þetta gerist á lokamínútunni en ég svekki mig meira á hinum 59 mínútum leiksins og við þurfum að eyða meiri tíma í að skoða það, frekar en einhver nokkur atvik þarna í lokin,“ sagði landsliðsfyrirliðinn í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert