Norðmennirnir svara Þóri

Þórir Hergeirsson og Nora Mørk á Ólympíuleikunum árið 2016.
Þórir Hergeirsson og Nora Mørk á Ólympíuleikunum árið 2016. AFP

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýndi skærustu stjörnu liðsins Noru Mørk fyrir að samþykkja að vera sérfræðingur norska ríkissjónvarpsins á meðan EM stendur yfir.

Mørk er ófrísk og verður ekki með á mótinu. Þess í stað samþykkti hún að vera sérfræðingur í sjónvarpi, sem Þórir var ekki ánægður með þar sem hún er enn þá leikmaður landsliðsins í hans augum.

Norska ríkissjónvarpið hefur nú svarað gagnrýni Þóris en Selfyssingurinn stýrir Noregi í síðasta skipti á mótinu.

„Nora Mørk verður sérfræðingur hjá okkur þar sem hún hefur einstaklega mikla reynslu. Við áttum gott spjall við hana og hún mun nálgast þetta verkefni af fagmennsku.

Þú þarft ekki að hrauna yfir mann eða annan í þessu starfi og við eigum ekki von á því. Við viljum aðeins að hún verði sanngjörn og hreinskilin,“ segir m.a. í yfirlýsingu norska ríkissjónvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert