Norska kvennalandsliðið í handknattleik fer hamförum á Evrópumótinu en liðið vann Slóvakíu, 38:15, í þriðju umferð E-riðilsins í Innsbruck í kvöld.
Norska liðið vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og er komið áfram í milliriðil tvö. Slóvakía er úr leik en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu.
Noregur var tólf mörkum yfir í hálfleik, 20:8, og jók aðeins forskot sitt í seinni hálfleik.
Camilla Herrem skoraði átta mörk fyrir Noreg en Anniken Obaidli skoraði sex. Tatiana Sutranová skoraði fimm fyrir Slóvakíu.