Fékk kökk í hálsinn þegar hún ræddi um Þóri

Katrine Lunde.
Katrine Lunde. Ljósmynd/Jon Forberg

Katrine Lunde, markvörður norska kvennalandsliðsins í handknattleik, fékk kökk í hálsinn þegar hún ræddi þjálfara sinn Þóri Hergeirsson á blaðamannafundi í gær.

Lunde, sem er 44 ára gömul, fékk leyfi hjá Þóri til þess að fljúga heim til Noregs af Evrópumótinu til þess að sinna dóttur sinni.

Hún hefur af þeim sökum misst af síðustu tveimur leikjum liðsins á EM en Noregur flaug áfram í milliriðla með fullt hús stiga.

Mætir miklum skilningi

Lunde var spurð út í samband sitt við Þóri á blaðamannafundinum en hún fékk eins og áður sagði leyfi til þess að fljúga heim til Noregs svo hún gæti aðstoðað dóttur sína, Atinu, að ferðast frá Noregi til Belgrad í Serbíu þar sem eiginmaður hennar Nikola Trajkovic er búsettur.

„Ég fæ kökk í hálsinn þegar ég reyni að ræða þetta,“ sagði Lunde á blaðamannafundi norska liðsins í gær.

„Það er frábært að vera með þjálfara eins og Þóri. Ég er heppin að eiga dóttur og bæði Þórir og allt þjálfarateymið sína mér og minni fjölskyldu mikinn skilning,“ bætti Lunde við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert