Grétar til reynslu hjá Sheff. Utd.

Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, er farinn til enska fyrstudeildarliðsins Sheffield United og mun Grétar æfa með vara- og unglingaliði félagsins fram á föstudag. "Ég er spenntur og vonandi fæ ég möguleika til að leika með varaliðinu á miðvikudag. Það er líklegast að ég leiki með ÍA næstu tvö árin þar sem ég þarf að öðlast meiri reynslu í úrvalsdeildinni hér heima áður en ég fer að hugsa um atvinnumennsku," sagði Grétar í samtali við Morgunblaðið.