Kleberson fór úr axlarlið

Brasilíski miðjumaðurinn Kleberson, sem leikur með knattspyrnuliðinu Manchester United, verður frá keppni um óákveðinn tíma en hann fór úr axlarlið í leik liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. United keypti Kleberson fyrir skömmu á 6 milljónir punda.

Kleberson fór af leikvelli í síðari hálfleik í gær og Portúgalinn Cristiano Ronaldo kom inn á í hans stað. Á heimasíðu United kemur fram að röntgenmyndir hafi leitt í ljós að Kleberson fór úr axlarlið.

Annar miðjumaður United, Paul Scholes, er einnig frá vegna veikinda.

mbl.is