Rio Ferdinand dæmdur í átta mánaða keppnisbann

Rio Ferdinand leikmaður Manchester United.
Rio Ferdinand leikmaður Manchester United.

Enska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefði verið dæmdur í átta mánaða keppnisbann fyrir að hafa ekki mætt í lyfjapróf. Þá var hann dæmdur til þess að greiða sem nemur 6,4 milljónir króna í sekt.

Bannið tekur gildi 12. janúar á næsta ári. Þessi ákvörðun þýðir að leikmaðurinn getur ekki leikið með liði sínu eftir áramót og enska landsliðinu í lokakeppni EM í Portúgal næsta sumar. Leikmaðurinn er dæmdur fyrir að hafa ekki mætt í lyfjapróf á æfingasvæði Man. Utd. fyrir þremur mánuðum. Hann kveðst hafa gleymt prófinu.

Lögfræðingur Manchester United og Ferdinands sagði að dómurinn væri harkalegur og ekki annað hægt en að áfrýja honum. Manchester United stæði heilshugar að baki Ferdinand.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert