Paul Gascoigne heitir nú G8

G8 á meðan hann hét Paul Gascoigne.
G8 á meðan hann hét Paul Gascoigne.

Enski knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne upplýsti í gærkvöldi í beinni útsendingu í sjónvarpi að héðan í frá héti hann G8, en ekki Paul. Nafnabreytingin er hluti af nýrri ímynd kappans sem hann er að byggja upp.

G8 var á einn fremsti knattspyrnumaður Englands um miðjan síðasta áratug og lék fjölmarga landsleiki. Meiðsli, óhófleg notkun áfengis auk taumlauss gjálífis gerði að verkum að ferill hans sem knattspyrnumanns fjaraði smátt og smátt út. Hann hefur reynt fyrir sér sem leikmaður og þjálfari hjá smáliðum síðustu misseri við lítinn orðstír.
mbl.is