Ronaldinho kjörinn leikmaður ársins

Ronaldinho kyssir gullna knöttinn sem fylgdi nafnbótinni.
Ronaldinho kyssir gullna knöttinn sem fylgdi nafnbótinni. AP

Ronaldinho, leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu í hinu árlega kjöri á vegum franska knattspyrnutímaritsins France Football. Englendingar voru í tveimur næstu sætum því Frank Lampard frá Chelsea varð annar og Steven Gerrard frá Liverpool þriðji.

Lokaniðurstaðan í kjörinu varð þessi:

 1. Ronaldinho (Brasilía/Barcelona)       225 stig
 2. Frank Lampard (England/Chelsea)       148
 3. Steven Gerrard (England/Liverpool)      142
 4. Thierry Henry (Frakkland/Arsenal)       41
 5. Andriy Shevchenko (Úkraína/AC Milan)     33
 6. Paolo Maldini (Ítalía/AC Milan)        23
 7. Adriano (Brasilía/Inter)           22
 8. Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð/Juventus)     21
 9. Kaka (Brasilía/AC Milan)           19
 10= Samuel Eto'o (Kamerún/Barcelona)       18
 10= John Terry (England/Chelsea)         18
 12. Juninho (Brasilía/Lyon)            15
 13. Claude Makelele (Frakkland/Chelsea)      8
 14= Michael Ballack (Þýskaland/Bayern München)   7
 14= Petr Cech (Tékkland/Chelsea)          7
 14= Didier Drogba (Fílabeinsströndin/Chelsea)   7
 14= Juan Roman Riquelme (Argentína/Villarreal)   7
 18. Zinedine Zidane (Frakkland/Real Madrid)    5
 19. Gianluigi Buffon (Ítalía/Juventus)       4
 20= Jamie Carragher (England/Liverpool)      3
 20= Cristiano Ronaldo (Portúgal/Manchester United) 3


Sjá einnig enski.is
mbl.is