Southend sló meistarana út

Wayne Rooney komst lítið áleiðis gegn sterkum varnarmönnum Southend í …
Wayne Rooney komst lítið áleiðis gegn sterkum varnarmönnum Southend í kvöld. AP

Deildabikarmeistarar Manchester United féllu í kvöld úr leik í deildabikarnum þegar liðið tapaði fyrir Southend, 1:0. Freddy Eastwood skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 28. mínútu leiksins. Southend situr á botni 1. deildarinnar með aðeins 10 stig en liðið hefur ekki unnið leik í deildinni síðan í ágústmánuði. Manchester United trónir hins vegar á toppi úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert