Kjartan og Theodór til Djurgården?

Kjartan Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Celtic eru á meðal þeirra leikmanna sem Sigurður Jónsson, nýráðinn þjálfari sænska liðsins Djurgården, hefur áhuga á að fá til félagsins. Sænska dagblaðið Aftonbladet hefur heimildir fyrir því að Sigurður ætli sér að reyna fá þá Kjartan og Theodór til liðsins en samningar þeirra við Celtic renna út næsta vor - eða í lok leiktíðarinnar í Skotlandi.

Kjartan Henry sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vissi ekki neitt um málið en til stæði að funda með forráðamönnum Celtic í byrjun næstu viku. "Ég, Theodór og Ólafur Garðarsson, umboðsmaður okkar, munum funda með Celtic í næstu viku. Þar verður farið yfir gang mála en ég veit ekki hvernig framhaldið verður. Ég hef leikið síðustu 5 leiki með varaliðinu og skorað 5 mörk eftir að hafa verið meira eða minna frá vegna meiðsla í 1½ ár. Það hefur verið gaman að koma til baka eftir þann tíma og ég hef alveg áhuga á því að vera áfram í herbúðum Celtic. Þeir hafa gert allt sem þeir hafa getað gert í meiðslalotu minni og ég hef áhuga á að sýna þeim hvað í mér býr," sagði Kartan en hann er tvítugur en Theodór Elmar er ári yngri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert