Eiður Smári orðaður við Manchester United

Eiður Smári Guðjohnsen í baráttunni með Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen í baráttunni með Barcelona. Reuters

Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Eiður Smári Guðjohnsen sé ofarlega á óskalista Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United sem vilji fá hann frá Barcelona í sumar.

Ferguson er sagður vilja fá Eið Smára til að fylla skarð Svíans Henrik Larssons en Eiður var einmitt fenginn til Barcelona til að taka við hlutverki Larssons hjá Börsungum.

Í The Sun kemur fram að Manchester United geti fengið Eið Smára á 8 milljónir punda en Eiður gekk sem kunnugt er til liðs við Spánarmeistarana síðastliðið sumar frá Chelsea og gerði fjögurra ára samning við Katalóníuliðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina