Eiður Smári orðaður við Manchester United

Eiður Smári Guðjohnsen í baráttunni með Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen í baráttunni með Barcelona. Reuters

Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Eiður Smári Guðjohnsen sé ofarlega á óskalista Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United sem vilji fá hann frá Barcelona í sumar.

Ferguson er sagður vilja fá Eið Smára til að fylla skarð Svíans Henrik Larssons en Eiður var einmitt fenginn til Barcelona til að taka við hlutverki Larssons hjá Börsungum.

Í The Sun kemur fram að Manchester United geti fengið Eið Smára á 8 milljónir punda en Eiður gekk sem kunnugt er til liðs við Spánarmeistarana síðastliðið sumar frá Chelsea og gerði fjögurra ára samning við Katalóníuliðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert