Eiður sagður á óskalistanum hjá Curbishley

Eiður Smári Guðjohnsen. Skildi hann vera á leiðinni aftur í …
Eiður Smári Guðjohnsen. Skildi hann vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina? Reuters

Breska blaðið The Times greinir frá því í dag að Alan Curbishley knattspyrnustjóri West Ham komi til með að fá í kringum 30 milljónir punda, 3,8 milljarða króna, til að fjárfesta í nýjum leikmönnum í sumar. Blaðið segir að meðal þeirra leikmanna sem West Ham hyggist reyna að fá sé landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen hjá Barcelona.

Líklegt að nokkur fjöldi leikmanna West Ham fari frá félaginu í sumar og eru leikmenn á borð við Anton Ferdinand, Nigel Reo-Coker og Yossi Benayoun nefndir í því sambandi. En meðal þeirra leikmanna sem Curbishley hefur augastað á eru Eiður Smári Guðjohnsen, Craig Bellamy, Liverpool og Yakubu, Middlesbrough ásamt Scott Parker hjá Newcastle, sem lék undir stjórn Cubishleys hjá Charlton.

mbl.is

Bloggað um fréttina