Chelsea hótar að lögsækja dagblöð

Andriy Shevchenko er ekki á förum frá Chelsea, samkvæmt forráðamönnum …
Andriy Shevchenko er ekki á förum frá Chelsea, samkvæmt forráðamönnum félagsins. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur hótað að lögsækja nokkur dagblöð á meginlandi Evrópu vegna viðtala við knattspyrnustjórann José Mourinho, sem samkvæmt félaginu fóru aldrei fram. Það er fyrst og fremst vegna meintra ummæla hans um Andriy Shevchenko, framtíð hans og möguleikana á því að hann snúi aftur til AC Milan.

Í yfirlýsingu frá Chelsea segir: „Knattspyrnufélagið Chelsea og José Mourinho vísa algjörlega á bug þeim ummælum sem birst hafa í dagblöðum í Evrópu um Andriy Shevchenko. Knattspyrnustjórinn hefur ekki rætt við neina fjölmiðla um þetta mál og félagið og José Mourinho íhuga nú lögsókn."

Shevchenko kom til Chelsea frá AC Milan fyrir 30 milljónir punda síðasta sumar en gekk illa að laga sig að leik liðsins og ensku knattspyrnunni. Forráðamenn Chelsea hafa hinsvegar vísað harðlega á bug öllum vangaveltum um að hann gæti snúið aftur til Ítalíu og segja að hann verði um kyrrt á Stamford Bridge.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert