Gerrard ekki með gegn Toulouse

Steven Gerrard fyrirliði Liverppol er tábrotinn.
Steven Gerrard fyrirliði Liverppol er tábrotinn. Reuters
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool staðfesti í dag að fyrirliðinn Steven Gerrard geti ekki spilað með liðinu þegar það mætir franska liðinu Tolouse í síðari viðureign liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á Anfield.

Gerrard hefur ekki jafnað sig eftir að hafa tábrotnað á dögunum og þá liggur ljóst fyrir að varafyrirliðinn Jamie Garragher missir af leiknum þar sem hann rifbeinsbrotnaði í sigurleik Liverpool gegn Sunderland á laugardaginn.

,,Það er mikill missir fyrir okkur að vera með þá Gerrard og Carragher. Þeir eru liðinu afar mikilvægir en sem betur eigum við góðan leikmannahóp og leikmenn sem geta fyllt þeirra skörð. Ég veit ekki hversu lengi Carragher verður frá en Steven gæti verið orðinn leikfær um næstu helgi en við munum þó ekki taka óþarfa áhættu," segir Benítez á vef félagsins.

Liverpool vann fyrri leikinn gegn Touluse í Frakklandi í síðustu viku, 1:0, þar sem Andrej Voronin skoraði sigurmarkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina