Ferdinand klár í toppslaginn gegn Arsenal

Rio Ferdinand er heill heilsu og er klár í slaginn ...
Rio Ferdinand er heill heilsu og er klár í slaginn gegn Arsenal. DYLAN MARTINEZ
Staðfest var úr herbúðum Englandsmeistara Manchester United í dag að varnarmaðurinn Rio Ferdinand verði með í leiknum gegn Arsenal um næstu helgi. Fregnir hafa borist að því að Ferdinand eigi við meiðsli að stríða í nára og þurfi á hvíld að halda en í yfirlýsingu sem United sendi frá sér í dag segir að Ferdinand sé heill heilsu og verði með í leiknum gegn Arsenal á Emirates Stadium.

Arsenal og United eru efst í deildinni með jafnmörg stig og sama markamun en Arsenal á leik til góða og hefur að auki skorað fleiri mörk en meistararnir.

Þá eru Gary Neville og Michael Carrick báðir byrjaðir að æfa eftir meiðsli en í gær bárust af því fréttir að miðjumaðurinn Paul Scholes verður frá keppni næstu þrjá mánuðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina