Liverpool skoraði 8 mörk og metsigur á Meistaradeildinni

Yossi Benayoun fagnar þriðja marki sínu ásamt Alvaro Arbeloa á ...
Yossi Benayoun fagnar þriðja marki sínu ásamt Alvaro Arbeloa á Anfield í kvöld. Reuters
Liverpool rótburstaði tyrkneska liðið Besiktas, 8:0, í A-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Með sigrinum skráðu fimmfaldir Evrópumeistarar Liverpool nafn sitt í sögubækur Meistaradeildarinnar en þetta er stærsti sigur sem unnist hefur í þessari mögnuðu deild.

Yossi Benayoun skoraði þrennu fyrir Liverpool, Peter Crouch og Ryan Babel 2 mörk hvor og fyrliðinn Steven Gerrard eitt en staðan í hálfleik var, 2:0.

Porto skaust á topp A-riðilsins með sigri á Marseille, 2:1. Lisandro Lopez skoraði sigurmark portúgalska liðsins sem hefur hefur 8 stig í efsta sæti, Marseille 7, Liverpool 4 og Besiktas 3.

mbl.is

Bloggað um fréttina