Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum

Michael Ballack fagnar marki sínu gegn Mancheste United.
Michael Ballack fagnar marki sínu gegn Mancheste United. Reuters

Chelsea sigraði Manchester United, 2:1, á Stamford Bridge í dag og komst þar með upp að hlið United. Bæði lið hafa 83 stig en markatala United er betri sem munar 17 mörkum. Michael Ballack skoraði bæði mörk Chelsea og sigurmarkið úr vítaspyrnu 7 mínútum yfir leikslok.

Manchester United á eftir að mæta West Ham á heimavelli og Wigan á útivelli en Chelsea á eftir að mæta Newcastle á útivelli og Bolton á heimavelli.

Textalýsing frá leiknum er hér að neðan:

Chelsea byrjar leikinn af miklum krafti og greinilegt að leikmenn Lundúnaliðsins ætla að selja sig dýrt enda dugar þeim ekkert annað en sigur til að eygja möguleika á titlinum.

8. Nemanja Vidic liggur óvígur eftir alblóðugur í framan eftir að hafa spark í andlitið frá Didier Drogba. Vidic er greinilega vankaður og er borinn inn í búningsklefann. Sir Alex Ferguson ætlar að bíða með að ákveða um skiptingu.

13. United verður að gera breytingu á sínu liði. Vidic getur ekki haldið áfram og kemur Owen Hargreaves inná fyrir hann. Wes Brown tekur stöðu Vidic í miðverðinum en Hargreaves fer í stöðu hægri bakvarðar.

21. Joe Cole á þrumuskot í samskeytin eftir skyndisókn. Boltinn hrökk fyrir fætur Cole af varnarmanni United og engu mátti muna að Chelsea kæmist yfir.

Fyrri hálfleikur á Stamford Bridge er hálfnaður og hafa heimamenn klárlega haft undirtökin í leiknum.

Baráttan er allsráðandi og lítið um marktækifæri. Manchester United liggur með lið sitt aftarlega á vellinum og hugsar fyrst og fremst um að verjast.

43. MARK!! Michael Ballack skorar fallegt skallamark eftir laglega fyrirgjöf frá Didier Drogba. Ballack fær í kjölfarið gult spjald fyrir að klæða sig úr treyjunni.

Alan Wiley hefur flautað til leikhlés. Chelsea er verðskuldað yfir, 1:0, með marki frá Michael Ballack. Eins og staðan er nú eru Manchester United og Chelsea jöfn að stigum.

Síðari hálfleikur er farinn af stað. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í leikhléinu.

Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez eru farnir að hita upp og greinilegt að Sir Alex ætlar að skella þeim fljótlega inná.

52. West Brown fær að líta gula spjaldi fyrir brot á Michael Essien. Fyrsta spjaldið sem Alan Wiley dregur úr vasa sínum í dag.

55. MARK!! Wayne Rooney jafnar fyrir Manchester United eftir skelfileg mistök í vörn Chelsea. Paulo Ferriera tók aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi og hugðist senda boltann á Carvalho. Rooney komst á milli og skoraði af miklu öryggi í stöng og inn. Fyrsta mark United á Stamford Bridge í sex ár og fyrsta mark Rooney í 15 leikjum gegn Chelsea.

62. Wayne Rooney fer útaf í liði United en hann á við meiðsli að stríða í mjöðm. Cristiano Ronaldo leysir Rooney af hólmi.

65. Sir Alex gerir sína þriðju skiptingu. Anderson fer útaf og John O'Shea er kominn inná.

66. Nicolas Anelka kemur inná í lið Chelsea fyrir Paulo Ferreira og greinilegt er að Chelsea ætlar að fjölga mönnum í sókninni.

72. Chelsea fær aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Ballack og Drogba deila um hver eigi að taka spyrnuna. Drogba er frrekari og á gott skot sem Van der Sar gerir vel að verja. Drogba og Ballack halda áfram að þræta og er greinilega ekki vel til vina.

76. John Obi Mikel fær gult spjald fyrir brot á Ronaldo. Úr aukspyrnunni á Ronaldo fast skot sem Petr Cech ver af öryggi.

79. Úkraínumaðurinn Shevchenko fær að spreyta sig í liði Chelsea á lokasprettinum fyrir Salomon Kalou.

83. MARK!! Michael Ballack skorar úr vítaspyrnu sem dæmd var á Michael Carrick fyrir að handleika boltann innan teigs. Áður en Ballack framkvæmir spyrnuna er Van der Sar áminntur fyrir að reyna að trufla Ballack.

84. Claude Makelele kemur inná fyrir Joe Cole í liði Chelsea sem ætlar greinilega að halda fengnum hlut.

87. Ashley Cole bjargar skoti frá Ronaldo á marklínunni.

88. Chelsea bjargar aftur á línunni, nú Shevchenko eftir skalla frá Fletcher. Það er að sjóða upp úr og Ferdinand og Hargreaves fá gult spjald fyrir mótmæli.

Chelsea: Petr Cech - Paulo Ferreira, Ricardo Carvalho, John Terry, Ashley Cole - Michael Ballack, John Obi Mikel, Michael Essien - Salomon Kalou, Didier Drogba, Joe Cole. Varamenn: Calo Cudicini, Claude Makelele, Andriy Shevchenko, Juliano Belletti, Nicolas Anelka.

Man Utd: Edwin van der Sar - Wes Brow, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Mikael Silvestre - Darren Fletcher, Michael Carrick, Anderson, Luis Nani, Ryan Giggs - Wayne Rooney. Varamenn: Tomasz Kuszczak, Owen Hargreaves, Cristiano Ronaldo, John S'hea, Carlos Tevez.

Dómari: Alan Wiley.

Fyrir leik:

* Chelsea og Manchester United hafa mæst 31 sinnum í úrvaldeildinni. Liðin hafa unnið 9 leiki hvort og 13 leikjum hefur lokið með jafntefli. 

* Chelsea er ósigrað á Stamford Bridge í síðustu 80 leikjum sínum í úrvalsdeildinni og 100 leikjum í öllum keppnum.

* Avram Grant stýrir liði Chelsea í 50. sinn í dag.

* Manchester United hefur ekki skorað á Stamford Bridge síðan 2002 en það ár vann liðið síðast á Stamford Bridge. 3:0 urðu lokatölurnar þar sem Paul Scholes, Ole Gunnar Solskjær og Ruud van Nistelrooy skoruðu.

* Chelsea hefur ekki tapað leik í úrvalsdeildinni í síðustu 18 leikjum.

* Manchester United hefur ekki tapað leik á tímabilinu ef það skorar á undan.

* Manchester United hefur ekki tapað á útivelli í úrvalsdeildinni á árinu. Liðið tapaði síðast útileik fyrir West Ham á Upton Park þann 29. desember.

* John Terry fyrirliði Chelsea leikur í dag sinn 350. leik fyrir félagið.

* Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney og Carlos Tevez hafa skorað samtals 73 af 101 marki United í úrvalsdeildinni.

Wayne Rooney er hér að jafna metin fyrir Manchester United ...
Wayne Rooney er hér að jafna metin fyrir Manchester United á Stamford Bridge. Reuters
Ewdin van der Sar stumrar yfir Nemanja Vidic á Stamford ...
Ewdin van der Sar stumrar yfir Nemanja Vidic á Stamford Bridge. Reuters
Frá viðureign Manchester United og Chelsea á Old Trafford.
Frá viðureign Manchester United og Chelsea á Old Trafford. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina