Hermann sagður kinnbeinsbrotinn

Hermann Hreiðarsson fagnar sigurmarki Portsmouth ásamt Nwankwo Kanu.
Hermann Hreiðarsson fagnar sigurmarki Portsmouth ásamt Nwankwo Kanu. Reuters

Hermann Hreiðarsson kinnbeinsbrotnaði undir lok fyrri hálfleiks í bikarúrslitaleik Portsmouth og Cardiff á Wembley-leikvanginum í dag. Hann lék eftir sem áður allan leikinn.

Hermann fékk mikið högg frá félaga sínum, David James, þegar þeir stukku upp með sóknarmanni Cardiff. Á sjónvarpsmyndum sást að hann var með væna kúlu á kinnbeininu og sagt var í fréttum Stöðvar 2 að um kinnbeinsbrot væri að ræða.

Ekki hefur náðst í Hermann en hann fagnaði sigrinum vel og innilega á vellinum í leikslok og sagði við Sky Sports að hann hefði beðið lengi eftir þessari stund. „Biðin var löng, við biðum lengi eftir þessum leik og töldum sigurlíkur okkar góðar en það er gífurlegur léttur að hafa sigrað. Cardiff spilaði vel en við áttum nokkur góð færi og komumst yfir. Þetta er mín langstærsta stund í fótboltanum, þetta er stórkostlegt," sagði Hermann við Sky Sports.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert