Ronaldo markakóngur Meistaradeildarinnar: Stoltur af félögum mínum

Sigurkossinn. Cristiano Ronaldo smellir kossi á Evrópubikarinn sem hann var ...
Sigurkossinn. Cristiano Ronaldo smellir kossi á Evrópubikarinn sem hann var að vinna í fyrsta sinn. Reuters

Cristiano Ronaldo varð markakóngur Meistaradeildarinnar en portúgalski töframaðurinn skoraði í kvöld sitt 8. mark í keppninni og skoraði 42 mörk á tímabilinu. ,,Ég er stoltur af félögum mínum í liðinu og á þeim mikið að þakka," sagði Ronaldo eftir leikinn.

„Þetta er fótboltinn. Ég skoraði mark í leiknum en misnotaði vítið. Svona getur gerst. Ég er rosalega stoltur af félögum mínum í liðinu. Þeir höfðu trú á mér allan tímann og verðskulduðu að vinna Meistaradeildina. Þetta hefur verið frábært tímabil fyrir mig. Ég hef mikið langað til að vinna Meistaradeildina og nú er það orðið að veruleika auk þess að vera Englandsmeistari,“ sagði Ronaldo.

mbl.is

Bloggað um fréttina