Giovani sagður á leið til Tottenham

Giovani Dos Santos fagnar marki með Barelona.
Giovani Dos Santos fagnar marki með Barelona. Reuters

Tottenham er við það að ná samningi við Barelona um kaup á Mexíkóanum Giovani Dos Santos að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum í dag. The Mirror segir að að Tottenham greiði 12,5 milljónir punda, 1,8 milljarða króna, fyrir leikmanninn.

Giovani er sókndjarfur miðjumaður sem fékk að spreyta sig þó nokkuð með Börsungum á leiktíðinni og verði af kaupunum er hann annar leikmaðurinn sem Tottenham fær til sín í vor en félagið keypti miðjumanninn Luca Modric frá Dinamo Belgrad fyrir 16,8 milljónir punda en Modric er króatískur landsliðsmaður.

Giovani er fæddur í Mexíkó en móðir hans er mexíkönsk en faðir hans Brasilískur, Zizinho, sem lék á árum áður með brasilíska landsliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert