Kuyt bjargaði Liverpool á örlagastundu

Dirk Kuyt bjargaði Liverpool fyrir horn í kvöld.
Dirk Kuyt bjargaði Liverpool fyrir horn í kvöld. Reuters

Dirk Kuyt tryggði Liverpool sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið, 1:0, á síðustu stundu í framlengdum leik gegn Standard Liege frá Belgíu, á Anfield.

Fyrri leikurinn í Belgíu endaði 0:0 og þannig var staðan líka eftir venjulegan leiktíma á Anfield í kvöld. Allt stefndi í vítaspyrnukeppni en þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar náði hollenski sóknarmaðurinn Dirk Kuyt að skora af stuttu færi og bjarga Liverpool fyrir horn.

Það verða því fjögur ensk lið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, Manchester United og Chelsea sem fóru beint þangað og Liverpool og Arsenal sem lögðu andstæðinga sína í 3. umferð forkeppninnar í kvöld.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is, smellið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina