Vænkast hagur Newcastle

Moldríkur Indverji hefur lýst áhuga á Newcastle og vill þá …
Moldríkur Indverji hefur lýst áhuga á Newcastle og vill þá Keegan aftur sem þjálfara. Reuters

Nafnið Anil Ambani hringir sennilega ekki bjöllum hjá mörgum en hann er sjötti ríkasti maður veraldar og gæti vel hugsað sér að eignast knattspyrnufélagið Newcastle.

Fjárfestingafélag í hans eigu hefur gert fyrirspurnir um félagið en núverandi eigandi, Mike Ashley, hefur fengið flesta stuðningsmenn liðsins upp á móti sér með brottför þjálfarans Kevin Keegan og sér líklega vænlegan þann kost í stöðunni að selja.

Það sem meira er; Ambani sjálfur sér Keegan sem hinn eina rétta og mun ráða hann aftur verði kaupin að veruleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert