Stoke skildi Tottenham eftir á botninum

Danny Higginbotham skoraði fyrra mark Stoke.
Danny Higginbotham skoraði fyrra mark Stoke. Reuters

Stoke City sigraði Tottenham, 2:1, í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tottenham situr þar með eftir eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með aðeins 2 stig eftir 8 leiki og er eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik.

Bein lýsing.

Gareth Bale, varnarmaður Tottenham, fékk rauða spjaldið strax á 17. mínútu fyrir að brjóta á varnarmanni Stoke sem var kominn einn í gegn. Dæmd var vítaspyrna og úr henni skoraði Danny Higginbotham, 1:0.

Tíu leikmenn Tottenham náðu að jafna metin á 25. mínútu þegar Darren Bent skoraði, 1:1.

Það var síðan varnarjaxlinn Rory Delap sem skoraði sigurmark Stoke á 53. mínútu, 2:1. Ekki bætti úr skák fyrir Tottenham að Michael Dawson fékk rauða spjaldið í uppbótartíma og liðið lauk því leiknum tveimur leikmönnum færri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert