Ronaldo skoraði 100. markið

Cristiano Ronaldo er kominn með 101 mark fyrir Manchester United.
Cristiano Ronaldo er kominn með 101 mark fyrir Manchester United. Reuters

Cristiano Ronaldo skoraði í gær sitt 100. mark fyrir Manchester United, á sama tíma og Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins fagnaði 50 ára ferli í fótboltanum.

Í gær voru 50 ár síðan Ferguson lék sinn fyrsta deildaleik í Skotlandi, þá 16 ára gamall, með Queen's Park gegn Stranraer. Hann var fyrst og fremst ánægður með frammistöðu Ronaldos, sem skoraði líka sitt 101. mark í leiknum en hann gerði bæði mörkin úr aukaspyrnum og lagði auk þess upp mark fyrir Michael Carrick.

„Nú er hann kominn með níu mörk á tímabilinu og verður ekki lengi að komast í tveggja stafa tölu. Í heildina er hann með 101 mark í 253 leikjum sem er ótrúlegur árangur hjá kantmanni. Hann er svo sannarlega kominn aftur í sitt fyrra form. Við höfum beðið eftir því að aukaspyrna hjá honum heppnist og það var magnaður kraftur í þeirri fyrri hjá honum í þessum leik," sagði Ferguson við BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert