Barry lýkur tímabilinu með Aston Villa

Gareth Barry í leik með Aston Villa gegn FH í ...
Gareth Barry í leik með Aston Villa gegn FH í sumar. mbl.is/hag

Gareth Barry, enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, hefur lýst því yfir að hann muni leika áfram með Aston Villa, a.m.k. út þetta keppnistímabil og þar með slegið á vangaveltur um að hann yfirgefi félagið í janúar.

Barry virtist á leið frá Villa í sumar og var þá ítrekað orðaður við Liverpool, en úr varð að hann spilaði áfram með liðinu.

„Við áttum gott spjall og hann vill eyða öllum vangaveltum um sín mál. Hann vill leika með liðinu í það minnsta út tímabilið og sjá þá hvar við erum staddir. Ég er virkilega ánægður með þetta, hann hefur leikið mjög vel með okkur og enska landsliðinu og getur nú einbeitt sér að fótboltanum og ýtt öðru til hliðar," sagði O'Neill við The Times í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina