Alex Ferguson: Hef áhyggjur af lélegri nýtingu marktækifæra

Matthew Bates reynir að stöðva Wayne Rooney á Old Trafford …
Matthew Bates reynir að stöðva Wayne Rooney á Old Trafford í kvöld. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var ánægður með stigin þrjú sem hans menn innbyrtu gegn Middlesbrough í kvöld en hann segist hafa áhyggjur af því hve mörgum marktækifærum liðið klúðrar þessa dagana.

,,Við höfum misnotað mörg færi í síðustu leikjum og það er ákveðið áhyggjuefni. En stigin þrjú eru það sem telur í þessum leik og þessi sigur var ákaflega þýðingarmikill. Middlesbrough-liðið spilaði vel og gerði okkur erfitt fyrir en auðvitað áttum við vinna stærri sigur,“ sagði Ferguson.

,,Við erum í góðri stöðu núna þegar líður að áramótum. Við erum sjö stigum á eftir toppliðinu en eigum tvo leiki til góða sem eru báðir eru á heimavelli,“ sagði Ferguson.

Næsti leikur Manchester United í deildinni er heimaleikur á móti Chelsea sem fram fer um aðra helgi en áður að þeim leik kemur mætir United liði Southampton í ensku bikarkeppninni um næstu helgi og mætir síðan Derby í fyrri undanúrslitaleiknum í deildabikarnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert