Benitez skýtur enn á Manchester United

Benitez, sem vill að Ferguson hætti að tala um Liverpool, ...
Benitez, sem vill að Ferguson hætti að tala um Liverpool, virðist þó sjálfur ekki geta hætt að tala um Manchester United. Reuters

Rafael Benitez virðist hvergi nærri hættur að skammast út í Manchester United. Nú er aðal-framkvæmdastjóri félagsins, David Gill, skotspónninn.

„Núna þegar við erum ógn við þá, byrja þeir í sálfræðistríði. Það er sálfræðistríð þegar þú ert á sama plani og annað fólk. En þegar þú hefur stjórn á öllu og aðal-framkvæmdastjórinn þinn er með sæti í enska knattspyrnusambandinu, þá er það ekki sálfræðistríð. Það er skrítið að mínu viti, að að ein persóna sé með mikið völd í mörgum nefndum sambandsins og sé líka háttsettur hjá úrvalsdeildarliði.  Ég ber þó virðingu fyrir Ferguson, hann er frábær stjóri, en hann þarf að hætta að tala um Liverpool,“ sagði Benitez.

Svo virðist sem sálfræðistríð stjóranna sé í hámarki, en með sigri sínum á Chelsea í gær, færðist United enn nær Liverpool og getur komist á topp deildarinnar um næstu helgi, verði úrslit þeim hagstæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina