Ferguson brjálaður út í enska knattspyrnusambandið

Ferguson í fýlu. Og það ekki í fyrsta skipti þegar …
Ferguson í fýlu. Og það ekki í fyrsta skipti þegar enska knattspyrnusambandið, eða Arsenal á í hlut. Reuters

Sir Alex Ferguson ku enn vera reiður út í enska knattspyrnusambandið vegna bannsins sem Patrice Evra fékk fyrir atvik eftir leik Chelsea og Manchester United í fyrra. Hann komst nefnilega að því, að formaður aganefndarinnar, Nicholas Stewart, er ársmiðahafi Arsenal.

The Times greinir frá þessu í dag og segir að Ferguson hafi orðið svo reiður, að hann hafi ætlað að skrifa um málið í reglulegum pistli sínum sem birtist í leikskrá Manchester fyrir heimaleiki þess, nú síðast gegn Chelsea, en áform hans hafi verið stöðvuð af David Gill, aðal-framkvæmdarstjóra liðsins.

Ferguson gat þó ekki stillt sig um að minnast á atvikið í pistlinum, er hann sagði: „Ég er enn hneykslaður yfir fjögurra leikja banninu sem Evra fékk eftir atvikið á Stamford Bridge hvar honum lenti saman við einn vallarstarfsmann. En það mál er vitanlega búið núna, og það er mikilvægt að við einbeitum okkur að ná fram hagstæðum úrslitum gegn liði sem allajafna gengur vel á móti okkur á Old Trafford,“ sagði Ferguson í pistlinum.

Þess má til gamans geta, að Patrice Evra tileinkaði sigurinn á Chelsea, enska knattspyrnusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert