Rooney frá keppni í þrjár vikur

Rooney fagnar marki sínu í kvöld.
Rooney fagnar marki sínu í kvöld. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United reiknar með því að Wayne Rooney verði frá keppni næstu þrjár vikurnar en hann varð fyrir því óláni að togna í læri eftir 5 mínútna leik gegn Wigan í kvöld en Rooney skoraði sigurmark leiksins eftir 53 sekúndur.

,,Þetta er tognun og hann verður frá í þrjár vikur. Vonandi ekki lengur. Við þurfum annars að hafa mikið fyrir þessum sigri. Wigan er besta liðið sem við höfum mætt hingað til á tímabilinu og það gerði okkur svo sannarlega erfitt fyrir,“ sagði Sir Alex Ferguson eftir sigur sinna manna gegn Wigan.

mbl.is

Bloggað um fréttina