Meiðslavandræði hjá ensku meisturunum

Wayne Rooney og Patrice Evra verða hvorugir með United á ...
Wayne Rooney og Patrice Evra verða hvorugir með United á morgun. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United á í nokkrum vandræðum fyrir leik sinna manna gegn Bolton á morgun vegna meiðsla leikmanna. Ljóst er að Wayne Rooney, Rio Ferdinand, Patrice Evra og Wes Brown verða fjarri góðu gamni og þá skýrist það ekki fyrr en í fyrramálið hvort þeir Carlos Tevez og Jonny Evans geti verið með.

Englandsmeistararnir komast í toppsætið takist þeim að leggja Bolton á Reebok vellinum í Bolton en liðið er tveimur stigum á eftir Liverpool sem á ekki leik fyrr en á mánudaginn þegar liðið leikur við granna sína í Everton.

Verði Evans ekki leikfær er líklegt að Gary Neville leiki í miðvarðarstöðunni með Nemanja Vidic en einnig er mögulegt að James Chester fyrirliði varaliðsins fái tækifæri.

mbl.is