18 klukkustundir og 23 mínútur

Edwin van der Sar fagnar eftir sigurinn á Everton síðasta …
Edwin van der Sar fagnar eftir sigurinn á Everton síðasta laugardag. Reuters

Edwin van der Sar, hollenski markvörðurinn í liði Englands- og Evrópumeistara Manchester United, heldur áfram að skrá nafn sitt í sögubækurnar í ensku knattspyrnunni.

Á dögunum bætti Van der Sar met Petr Cech hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hélt marki sínu hreinu 11. leikinn í röð og á laugardaginn bætti Hollendingurinn 30 ára gamal met í deildarkeppninni á Englandi þegar hann hélt hreinu í 1:0 sigri Englandsmeistaranna á Everton í leik sem fór fram á Old Trafford á laugardagskvöldið. Metið féll á 72. mínútu en það átti Steve Death þegar hann lék í marki Reading tímabilið 1978-79.

Van der Sar hefur nú ekki fengið á sig mark í deildinni í 1.122 mínútur eða í 18 klukkustundir og 23 mínútur.

Sá síðasti til að finna leiðina framhjá Hollendingum stóra var Frakkinn Samir Nasri en hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2:1 sigri liðsins á United á Emirates Stadium þann 8. nóvember.

,,Hann hefur svo sannarlega staðið sig frábærlega hjá okkur og þetta er einstakt afrek hjá honum sem og öllum varnarmönnum liðsins,“ sagði Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United eftir sigurinn gegn Everton.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »