Benítez: Ákveðin áhætta tekin

Rafael Benítez ásamt Robbie Keane.
Rafael Benítez ásamt Robbie Keane. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool viðurkennir að hann sé að taka ákveðna áhættu með því að selja sóknarmanninn Robbie Keane til Tottenham en Írinn yfirgaf Liverpool í gær eftir sex mánaða dvöl og samdi við Tottenham til fjögurra ára.

,,Stundum eiga góðir leikmenn erfitt að aðlagast liði og þegar það gerist þá þarft þú að hugleiða stöðuna og reyna að bregðast skjótt við. Ég þarf að brjóta hlutina til mergjar og reyna að að fá stærri mynd sem þýðir að hugsa um félagið og liðið og hvað því er fyrir bestu,“ sagði Benítez þegar hann var inntur út í söluna á Keane.

Benítez telur að hann getan í liðinu sé nægilega góð án Keane en Liverpool stefnir á að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 19 ár.

,,Við höfum Babel, Ngog sem og Kuyt og Torres en ég get alveg viðurkennt að það er ákveðin áhætta tekin með sölunni á Keane.  Við urðum samt að taka á þessu máli. Ég óska bara Robbie alls hins besta og þó svo að hlutirnir hafa ekki gengið upp þá lagði hann sig allan fram fyrir okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina