Benayoun: Mikill léttir

Yossi Benayoun fagnar marki sínu í kvöld.
Yossi Benayoun fagnar marki sínu í kvöld. Reuters

Yossi Benayoun, ísraelski miðjumaðurinn hjá Liverpool, sagði að það hefði verið mikill léttir eftir slæmt gengi að undanförnu að ná að knýja fram sigur á Sunderland, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Benayoun skoraði síðara markið en hann gerði sigurmark Liverpool gegn Real Madrid í síðustu viku, í Meistaradeild Evrópu. Lið hans tapaði hinsvegar óvænt fyrir Middlesbrough á laugardaginn, 2:0.

„Ég er ánægður með markið en það sem mestu máli skiptir er að fá stigin þrjú," sagði Benayoun við Sky Sports. Með sigrinum er Liverpool aðeins fjórum stigum á eftir Manchester United, sem hinsvegar á tvo leiki til góða.

„Eftir tapið gegn Middlesbrough var nauðsynlegt að komast aftur á sigurbraut og nú höfum við svigrúm til að huga að seinni leiknum gegn Real Madrid. Vonbrigðin voru mikil í Middlesbrough en við unnum okkar verk í kvöld. Það var gífurlega mikilvægt fyrir okkur alla að sýna stuðningsmönnum okkar að við munum leggja okkur allra fram, jafnvel þó það nægi bara til þess að enda í öðru sæti," sagði Benayoun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert