Benítez samdi við Liverpool

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool, verður við stjórnvölinn hjá liðinu næstu ...
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool, verður við stjórnvölinn hjá liðinu næstu fimm árin. Reuters

Rafel Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, skrifaði í kvöld undir fimm ára samning við félagið. Þar með er löngum samningaviðræðum lokið, sem á tímabili virtust ætla að sigla í strand.

Samningur Benítez átti að renna út í sumar, en samningsmál hans áttu í raun að vera löngu leyst, miðað við yfirlýsingar Benítez.

„Hjarta mitt er hjá Liverpool og því er ég hæstánægður með að skrifa undir samninginn. Ég elska félagið, stuðningsmennina og borgina og gæti aldrei sagt nei við þá. Ég gerði öllum ljóst að ég vildi vera áfram, og þegar þessum nýja samningi lýkur, mun ég hafa verið hér í áratug. Ég vil þakka eigendunum fyrir vinnusemi sína meðan á samningsviðræðunum stóð,“ sagði Benítez.

Eigendurnir, Tom Hicks og George Gillett, voru einnig ánægðir: „Það er dásamlegt að Benítez hafi skrifað undir.“- „Með Rafa við stjórnvölinn getum við vonast eftir meiri frábærum fótbolta og árangri á vellinum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina