Ferguson æfur vegna rauða spjaldsins

Ferguson var ekki sáttur við ósigurinn í dag, né rauða …
Ferguson var ekki sáttur við ósigurinn í dag, né rauða spjaldið hjá Rooney. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist vel geta sætt sig við tapið gegn Fulham í dag, en hann sé ósáttur við rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk undir lok leiksins. Hann segir það hafa verið rangan dóm.

Rooney fékk sitt annað gula spjald á 88. mínútu fyrir að kasta boltanum í jörðina.

„Hann var að henda boltanum þangað sem aukaspyrnan átti að vera. Fór boltinn í dómarann? Nei. En það þýðir ekkert að skammast í dómaranum, því frammistaðan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og því töpuðum við,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina