Benítez: Ferguson taugaveiklaður

Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez hafa eldað grátt ...
Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez hafa eldað grátt silfur saman síðustu vikurnar. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool þreytist ekki á því að skjóta á Sir Alex Ferguson kollega sinn hjá Manchester United en eftir sigur sinna manna á Blackburn í gær sagði Benítez að Ferguson væri orðinn taugaveiklaður vegna baráttu Liverpool um meistaratitilinn.

,,Sir Alex talar sífellt um Liverpool. Mér er svo sem alveg sama en það er einhver taugaveiklun ríkjandi hjá honum. Lið hans er undir pressu. Þetta ræðst hvað United gerir en við erum vinna okkar vinn. Við verðum að halda áfram á sigurbraut og ef United misstígur sig þá gætum við endað á toppnum,“ sagði Benítez.

Sir Alex Ferguson lét það eiga sig að þessu sinni að ræða um Benítez og Liverpool eftir sigur sinna manna á Sunderland í gær enda í nógu að snúast hjá skoska knattspyrnustjóranum. United er að búa sig undir ferðlag til Portúgals þar sem liðið mætir Porto í Meistaradeildinni á miðvikudaginn og á sunnudaginn eftir viku mætir liðið Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley.


mbl.is

Bloggað um fréttina