Van Persie og Adebayor úr leik

Robin van Persie verður ekki með á Anfield.
Robin van Persie verður ekki með á Anfield. Reuters

Arsenal hefur orðið fyrir miklu áfalli fyrir stórleikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á Anfield annað kvöld því ljóst þykir að sóknarmennirnir skæðu Robin van Persie og Emmanuel Adebayor missi af honum vegna meiðsla.

Báðir fóru meiddir af velli á laugardaginn þegar Arsenal tapaði fyrir Chelsea í undanúrslitum bikarkeppninnar, van Persie meiddur í nára og Adebayor í læri.

Þá eru Manuel Almunia, Gael Clichy, William Gallas og Johan Djourou allir áfram frá keppni vegna meiðsla. Bacary Sagna hefur hinsvegar jafnað sig af veikindum, og Eduardo er orðinn leikfær á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina