Guus Hiddink: Ósanngjarnt

Didier Drogba lætur norska dómarann Tom Henning Ovrebo fá það …
Didier Drogba lætur norska dómarann Tom Henning Ovrebo fá það óþvegið eftir leikinn í kvöld. Reuters

Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld. Hollendingurinn var eins og allir Chelsea-menn afar óhress með norska dómarann.

,,Ég er rosalega svekktur og þetta var ósanngjarnt,“ sagði Hiddink í viðtali við Sky Sports eftir að hafa eytt löngum tíma inni í búningsklefanum með leikmönnum Chelsea.

,,Það er erfitt að brjóta leikinn til mergjar þegar adrenalínið er á fullu en mér fannst ósanngjarnt að við fengjum ekki vítaspyrnu. Pique og Eto'o voru báðir með útréttar hendur og ég skil ekki hvernig dómarinn gat sleppt því að dæma vítaspyrnu og við gerðum tilkall til að fá fleiri víti.

Hins vegar áttum við að vera búnir að gera út um leikinn því við fengum góð færi til þess. En ég get vel skilið gremju leikmanna og að þeir skildu hella úr skálum reiði sinnar yfir dómarann,“ sagði Hiddink.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert