Newcastle komst úr fallsætinu

Newcastle fékk dýrmæt stig í kvöld..
Newcastle fékk dýrmæt stig í kvöld.. Reuters

Newcastle sigraði Middlesbrough, 3:1, í miklum fallslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á St. James' Park í Newcastle í kvöld og vann loks sinn fyrsta leik undir stjórn Alans Shearers.

Middlesbrough náði forystunni strax á 3. mínútu þegar Habib Beye, leikmaður Newcastle, sendi boltann í eigið mark, 0:1.

Stuart Taylor var fljótur að kvitta  fyrir félaga sinn og jafnaði metin fyrir Newcastle á 9. mínútu, 1:1.

Obafemi Martins kom Newcastle yfir, 2:1, á 71. mínútu og Peter Lövenkrands innsiglaði sigurinn með marki á 86. mínútu,  3:1.

Newcastle komst þar með úr fallsæti deildarinnar, er með 34 stig eins og Hull en er með betri markatölu. Middlesbrough og WBA eru með 31 stig hvort í neðstu sætunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert