Benítez neitar að óska Ferguson til hamingju með titilinn

Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez. Þeir eru ekki ...
Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez. Þeir eru ekki miklir mátar í dag. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, neitaði í dag að óska Sir Alex Ferguson til hamingju með Englandsmeistaratitilinn, en stjórarnir tveir voru í kapphlaupi um titilinn lungann úr vetrinum.

„Ég kýs heldur að segja að þetta hafi verið vel gert hjá félaginu, þessu stóra og góða félagi. Venjulega þarftu að vera kurteis og bera virðingu fyrir hinum stjóranum, en en hefur mikið gengið á þetta tímabilið sem mér líkaði illa, og þannig er það bara. Ég segi til hamingju Manchester United, því þeir unnu, punktur og basta!“ sagði Benítez aðspurður hvort hann hygðist óska Sir Alex Ferguson til hamingju með titilinn.

Hann talaði einnig um atvikið þegar samherjunum Jamie Carragher og Alvaro Arbeloa lenti saman í leiknum.

„Þetta gerðist vegna þess að liðið vildi halda hreinu í 21 skiptið í vetur. Mér líkaði ekki það sem ég sá, en ég er að reyna að sjá jákvæðu hliðina í þessu máli. Við vildum ná 13 útisigrinum, sem er met og einnig ná 83 stigum, sem er met hjá okkur einnig. Arbeloa var að sækja og þá opnaðist vörnin, en við vildum að Pepe Reina héldi hreinu í 21. skiptið, líkt og Edwin Van der Sar hefur gert hjá Man. Utd. Það var mikilvægt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina