Cantona vill þjálfa Man. Utd eða England

Cantona tók líka karatespörk inná vellinum. Kraginn er að sjálfsögðu …
Cantona tók líka karatespörk inná vellinum. Kraginn er að sjálfsögðu uppbrettur. AP

Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, segist gjarnan vilja þjálfa liðið í framtíðinni, en hann hefur þó nokkra reynslu af þjálfun, þar sem hann stýrði Frökkum til sigurs í heimsmeistarakeppni FIFA í strandfótbolta árið 2005.

„Ef ég ætti að snúa aftur í knattspyrnuna einn daginn, væri það sem knattspyrnustjóri, og því ég hef eitthvað nýtt og ferskt fram að færa. En það yrði með landsliði Englands, eða Manchester United,“ sagði Cantona, sem árið 2005 sagðist aldrei ætla að starfa fyrir félagið, á meðan Glazer-fjölskyldan væri við stjórnvölinn.

Fransmaðurinn Cantona, sem enn er kallaður Kóngurinn á Old Trafford, hefur getið af sér gott orð í kvikmyndum, en hann hefur leikið í um 15 kvikmyndum síðan hann hætti óvænt árið 1997, auk þess að leika í fjölda auglýsinga. Hann hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan hann hætti og er því við hæfi að rifja upp hans frægustu tilvitnun, sem hann sagði á blaðamannafundi þar sem  karatesparkið hans var til umfjöllunar, sparkið sem varð til þess að hann fékk árs bann frá knattspyrnu.

„Þegar mávarnir elta togara, er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði kastað í sjóinn. Takk fyrir.

 (When the seagulls follow a trawler, it is because they think sardines will be thrown into the sea. Thank you very much.)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert