Engin skelfing hjá United við brotthvarf Ronaldos

Síðasti leikurinn. Cristiano Ronaldo súr á svip með silfrið um …
Síðasti leikurinn. Cristiano Ronaldo súr á svip með silfrið um hálsinn eftir tapið gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Reuters

Frank Stapleton fyrrum leikmaður Manchester United telur að brotthvarf Cristiano Ronaldo úr liðinu eigi ekki að valda neinni skelfingu í herbúðum liðsins. Hann bendir á að United hafi ekki orðið fyrir skaða þegar leikmenn á borð við David Beckham, Ruud Van Nistelrooy og Jaap Stam hafi verið seldur eða þegar Eric Cantona hætti.

,,Ég held að Ferguson verði fljótur að nota peningana sem hann fær fyrir Ronaldo,“ sagði Stapleton í viðtali við Sky Sports en Manchester United hefur tekið 80 milljón punda tilboði frá Real Madrid í leikmanninn, sem jafngildir um 17 milljörðum íslenskra króna.

,,Þegar topp leikmenn hafa yfirgefið Manchester United hefur það ekki komið að sök og liðið hefur einfaldlega bara eflst,“ sagði Stapleton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert