Owen sagður á leið til Manchester United

Michael Owen er nú orðaður við Manchester United.
Michael Owen er nú orðaður við Manchester United. Reuters

Michael Owen er nú sterklega orðaður við Englandsmeistara Manchester United en framherjinn knái hefur lokið störfum fyrir Newcastle. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri United er sagður hafa rætt við Owen um þann möguleika að koma til liðsins en tveir öflugir sóknarmenn hafa yfirgefið meistaranna í sumar, Cristiano Ronaldo og Carlos Tévez.

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því í kvöld að Owen gangist undir læknisskoðun hjá Manchester United á morgun en vitað er að Alex Ferguson hefur lengi verið mikill aðdándi leikmannsins.

Owen er 29 ára gamall sem hefur verið í herbúðum Newcastle frá árinu 2005 en þar áður lék hann í stuttan tíma með Real Madrid en er uppalinn hjá Liverpool og gerði garðinn frægan með liðinu á árunum 1996-2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina