Torres hjá Liverpool til 2014

Torres hefur verið iðinn við að skora fyrir lið Liverpool.
Torres hefur verið iðinn við að skora fyrir lið Liverpool. Reuters

Fernando Torres framherjinn frábæri í liði Liverpool skrifaði í dag undir nýjan samning við félagi og hann er nú bundinn því til ársins 2014. Torres kom til Liverpool frá Atletico Madrid fyrir tveimur árum og hann hefur svo sannarlega staðið undir væntingum. Hann samþykkti tilboð um endurnýjun samningsins í maí en það var ekki fyrr en fyrst núna sem hann ritaði nafn sitt undir hann.

,,Torres er einn besti framherji í heimi og verður bara betri. Öll lið myndu vilja hafa hann í sínum röðum en hann hefur sýnt hversu mikið hann vill vinna til afreka með Liverpool með því að festa ráð sitt hjá félaginu næstu árin,“ segir Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina