Benítez: Titillinn vinnst ekki í september

Benítez ásamt fyrirliðanum Steven Gerrard.
Benítez ásamt fyrirliðanum Steven Gerrard. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool hefur fulla trú á að dramatíski sigurinn sem Liverpool landaði gegn Bolton í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar verði liði sínu gott veganesti og að það komist skrið. Liverpool hefur tapað tveimur af fjórum leikjum sínum í deildinni en á síðustu leiktíð tapaði Liverpool aðeins tveimur leikjum allt tímabilið.

,,Liðið hefur ekki spilað á þeim styrk sem það hefur yfir að búa en vonandi hefur sigurinn á Bolton kveikt í liðin. Þegar ekki gengur vel þá þarf á karakter að halda og leikmenn sýndu svo sannarlega góðan karakter á móti Bolton,“ sagði Benítez á vikulegum fréttamannafundi í dag.

,,Við verðum bara að hugsa um einn leik í einu, reyna að ná þremur stigum og sjá í hvaða stöðu við erum eftir hverja viku. Meistaratitillinn vinnst ekki í september svo þú þarft að sjá hvar þú stendur í janúar og í apríl og maí þá hefst baráttan fyrir alvöru,“ sagði Benítez en lærisveinar hans taka á móti Jóhannesi Karl Guðjónssyni og félögum hans í Burnley á laugardaginn.     

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert