Gerrard og Johnson ekki með Liverpool

Steven Gerrard er enn meiddur í nára.
Steven Gerrard er enn meiddur í nára. Reuters

Hvorki fyrirliðinn Steven Gerrard né bakvörðurinn Glen Johnson verða með Liverpool á morgun þegar liðið sækir Fulham heim á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun. Báðir eiga þeir við meiðsli að stríða. Hins vegar gerir Rafael Benítez, stjóri Liverpool, sér góðar vonir um að markaskorarinn Fernando Torres verði með.

Alberto Aquilani sem lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í tapinu á móti Arsenal í deildabikarnum í fyrrakvöld er tæpur en Ítalinn nældi sér í smá flensu og ríkir óvissa um það hvort hann hristi veikindin af sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina