Rooney orðinn faðir

Wayne Rooney framherji Manchester United.
Wayne Rooney framherji Manchester United. Reuters

Wayne Rooney framherji Manchester United og enska landsliðsins og eiginkona hans Coleen eignuðust sitt fyrsta barn í dag. Heilbrigður drengur kom í heiminn á kvennasjúkrahúsinu í Liverpool og og hefur drengurinn hlotið nafnið Kai Wayne Rooney.

Rooney æfði ekki með Manchester United í morgun og greindu fjölmiðlar frá því ástæðan fyrir því hafi verið væntanleg fæðing en eiginkona leikmannsins var kominn níu daga fram yfir tímann.

Manchester United tekur á móti CSKA Moskva í Meistaradeildinni annað kvöld og líkur ættu nú að vera meiri en minni að Rooney taki þátt í þeim leik.

mbl.is